Eitt elsta þakefnið í sögu húsbygginga eru steinskífur. Upphaflega voru þær notaðar eins og þær fundust í náttúrunni en seinna fóru menn að höggva þær til í viðráðanlegri stærðir. Algengustu skífurnar í dag eru hreisturslaga flögubergsskífur frá Noregi og eru þær sérlega endingagóðar. Trausti Sigurðsson hefur þó nokkra reynslu af steinskífum og hefur lagt á nokkur þök eftir að hafa numið kúnstina hjá Erni Erlendssyni.

Veldu myndasafn af listanum hér til vinstri til að skoða myndir af þökum sem Trausti hefur lagt steinskífur á.